Nanna Rögnvaldardóttir

Gott í gogginn um helgina

Eldhúsöðlingurinn Nanna Rögnvaldardóttir verður á ferð og flugi um helgina. Hún býður smakk úr nýjustu bók sinni, Smáréttir Nönnu, í Eymundsson Norður-Kringlu kl. 15 á laugardaginn og á sunnudaginn verður hún í Eymundsson Smáralind, einnig kl. 15. Bækur Nönnu hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið hafðar uppi á ótal eldhúsbekkjum um áraraðir. Í nýju bókinni færir hún okkur ótal hugmyndir að sniðugum réttum fyrir veislur og boð af öllu tagi – án þess að sprengja bókhaldið.

Meðal uppskrifta í bókinni eru: fyllt horn og snúðar, smápítsur og bökur, snittur og vefjur, kex og brauðstangir, tvíbökur og kökur, grillpinnar, litlar bollur, sósur og ídýfur, grænmetisréttir, ostaréttir, forréttir og sætir smáréttir. Hvert veit hvað Nanna mætir með um helgina!

INNskráning

Nýskráning