Heimili höfundanna

Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 1954. Hann varð stúdent frá MT 1975, lauk BA-prófi í bókmenntum og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979 og stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Árið 1980 hófst höfundarferill Einars Más þegar hann gaf út tvær ljóðabækur í einu, Er nokkur í kórónafötum hér inni? og Sendisveinninn er einmana. Þær vöktu rækilega athygli á þessu orðheppna skáldi og árið 1982 bar hann síðan sigur úr býtum í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins með skáldsögunni Riddarar hringstigans. Síðan hefur hver bókin rekið aðra; ljóðabækur, smásögur, greinasöfn og barnabækur auk margra vinsælla skáldsagna. Einar Már hefur frá upphafi ferils síns verið meðal helstu og virtustu höfunda þjóðarinnar. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín hér heima og erlendis, til dæmis Norrænu bókmenntaverðlaunin, stundum nefnd „Litlu Nóbelsverðlaunin“, sem Sænska akademían veitti honum árið 2012. Fyrir skáldsöguna Engla alheimsins frá 1993 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin fékk hann 2015 fyrir Hundadaga, en fjórar aðrar bækur hans höfðu áður verið tilnefndar til sömu verðlauna. Í félagi við Friðrik Þór Friðriksson hefur Einar Már skrifað handrit að þremur kvikmyndum. Þetta eru Börn náttúrunnar, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna, Bíódagar og Englar alheimsins, sem varð afar vinsæl hér heima rétt eins og samnefnd leiksýning sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu og valin leikrit ársins 2013, en bæði kvikmynd og leikgerð voru unnar upp úr verðlaunasögu Einars sem er ein þekktasta íslenska skáldsaga síðustu áratuga. Einar Már er mikill sagnamaður með ljóðrænan og kraftmikinn stíl. Fjölbreyttar bækur hans hafa nær allar komið út erlendis og sumar víða, ekki síst Englar alheimsins sem hefur verið þýdd á tugi tungumála og borið hróður hans til fjarlægra landa. Einar nýtur sérstakrar hylli og virðingar í Danmörku þar sem gefið var út glæsilegt tuttugu bóka ritsafn hans árið 2016.

Bækur eftir höfund

RiddararhringstigansKlassik
Riddarar hringstigans
Einar Már Guðmundsson
3.690 kr.
KLETTUR_I_hafi_1500x1500
Klettur í hafi-hljóðbók-streym
Einar Már Guðmundsson
1.990 kr.
I_auga_oredunnar_1500x1500
Í auga óreiðunnar
Einar Már Guðmundsson
1.990 kr.
hvitabokin_border
Hvíta bókin
Einar Már Guðmundsson
490 kr.990 kr.
Skaldleg_afbrotafraedi_72
Skáldleg afbrotafræði
Einar Már Guðmundsson
1.990 kr.3.990 kr.
attachment-9598
Rimlar hugans
Einar Már Guðmundsson
690 kr.1.490 kr.
Er nokkur í Kórónafötum hér inni
Er nokkur í Kórónafötum hér inni?
Einar Már Guðmundsson
990 kr.1.990 kr.
attachment-598259
Eftirmáli regndropanna
Einar Már Guðmundsson
490 kr.990 kr.
Vængjasláttur í þakrennum
Vængjasláttur í þakrennum
Einar Már Guðmundsson
590 kr.1.490 kr.
attachment-597953
Riddarar hringstigans
Einar Már Guðmundsson
690 kr.1.490 kr.
Til þeirra sem málið varðar
Til þeirra sem málið varðar
Einar Már Guðmundsson
990 kr.1.990 kr.
attachment-9606
Nafnlausir vegir
Einar Már Guðmundsson
890 kr.2.990 kr.
The Knights of the Spiral Stairs
The Knights of the Spiral Stairs
Einar Már Guðmundsson, Bernard Scudder þýddi
990 kr.2.590 kr.
Angels of the universe
Angels of the Universe
Einar Már Guðmundsson
990 kr.2.590 kr.
Passarmyndir
Passamyndir
Einar Már Guðmundsson
690 kr.990 kr.
Leitin að dýragarðinum eftir Einar Má
Leitin að dýragarðinum
Einar Már Guðmundsson
990 kr.
Rauðir dagar
Rauðir dagar
Einar Már Guðmundsson
890 kr.990 kr.
Hundadagar
Hundadagar
Einar Már Guðmundsson
690 kr.990 kr.
On the Point of Erupting
On the point of erupting
Einar Már Guðmundsson
990 kr.3.100 kr.
kongar_border
Íslenskir kóngar
Einar Már Guðmundsson
690 kr.990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning