Heimili höfundanna

GunnarÞórBjarnason_vefur
Gunnar Þór Bjarnason
Gunnar Þór Bjarnason fæddist á Ísafirði 1957. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, lauk BA-prófi í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands, MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá sama skóla og stundaði framhaldsnám í sagnfræði í Þýskalandi. Hann kenndi í árafjöld við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hefur lengi verið stundakennari við Háskóla Íslands. Gunnar Þór hefur sinnt ýmsum félags- og útgáfustörfum innan sagnfræðinnar; var annar stofnenda Sagna, ritstýrði Nýrri sögu um hríð og sat í stjórn Félags sögukennara. Hann er nú formaður Félags um átjándu aldar fræði og situr í stjórn Sögufélags. Meðal rita Gunnars Þórs eru kennslubók í Íslands- og mannkynssögu og fræðirit um brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi. Árið 2012 sendi hann frá sér bókina Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga en hún fékk menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og viðurkenningar Hagþenkis. Þremur árum síðar kom út eftir hann bókin Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis og var tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis og menningarverðlauna DV. Forlagið (Mál og menning) gaf út báðar síðarnefndu bækurnar. Fyrir jólin 2016 kom verðlaunabók Gunnars Þórs um Ísland og heimsstyrjöldina fyrri út í nýrri, aukinni og ríkulega myndskreyttri útgáfu undir heitinu Stríðið mikla 1914–1918.

Bækur eftir höfund

Aevintyrid_um_Marel_72pt
Ævintýrið um Marel
7.190 kr.
Spaenska_veikin_72pt
Spænska veikin
1.490 kr.5.990 kr.
Íslands- og mannkynssaga 2 - vefbók
Íslands- og mannkynssaga 2 - vefbók
4.490 kr.
Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918
Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918
4.190 kr.
Stríðið mikla
Stríðið mikla 1914-1918: Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri
15.990 kr.
islands-og-mannkynssaga_nb_ii
Íslands- og mannkynssaga NB II
5.890 kr.
Þegar siðmenningin fór fjandans til
Þegar siðmenningin fór fjandans til
1.290 kr.6.890 kr.
Upp með fánann
Upp með fánann!
2.065 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning