Hólmfríður Matthíasdóttir og Kristín Eiríksdóttir

Kristínar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, fyrir bækurnar Elín, ýmislegt og Kóngulær í sýningargluggum. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi í dag. Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Í rökstuðningi dómefndar segir um skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur að ríkjandi þemu í skáldskap hennar séu þrá eftir ást og skilningi, baráttan við sambandsleysi, einmanaleiki, misnotkun, ofbeldi og óhugnaður. Um ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur segir að frumlegar ljóðmyndir hennar séu óvæntar og stundum súrrealískar. Báðar bækurnar komu út árið 2017.

Handhafi verðlaunanna verður kynntur þann 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Hólmfríður Matthíasdóttir og Kristín Eiríksdóttir
Hólmfríður Matthíasdóttir, f.h. Kristínar Ómarsdóttur, og Kristín Eiríksdóttir.

INNskráning

Nýskráning