Birgitta Haukdal

Lára lærir á heiminn

Í dag koma út tvær glænýjar, fróðlegar og fallegar bækur fyrir yngstu lesendurna eftir enga aðra en Birgittu Haukdal! Bækurnar marka fyrstu skref Birgittu sem rithöfundur en þær fjalla um hina lífsglöðu Láru sem hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.

Lára fer í flugvél
Lára og foreldrar hennar ætla að heimsækja afa og ömmu í Frakklandi. Lára hefur aldrei ferðast með flugvél áður og er örlítið kvíðin. Ljónsi fer auðvitað með og flugferðin reynist skemmtileg upplifun.

Lára lærir að hjóla
Lára fékk hjól í afmælisgjöf frá foreldrum sínum, hún á líka hjálm og flottar hjólagriplur – en hún kann ekki að hjóla. Með hjálp Atla, besta vinar síns, pabba og bangsans Ljónsa lærir Lára að hjóla.

INNskráning

Nýskráning