Bókaverðlaun barnanna

Rangstæður í Reykjavík uppáhaldsbókin

Gunnar Helgason hlaut í gær Bókaverðlaun barnanna annað árið í röð fyrir bók sína Rangstæður í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt að undangenginni kosningu á heimasíðu Borgarbókasafnsins og í grunnskólum um allt land og í ár tóku tæplega 4000 börn og unglingar þátt. Rangstæður í Reykjavík er þriðja bók Gunnars um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans en bókaflokkurinn hefur vermt efstu sæti metsölulista undangengin ár og glatt þúsundir lesenda á öllum aldri.  Fjórða og síðasta bókin, Gula spjaldið í Gautaborg, er væntanleg í næsta mánuði og má vænta þess að margir lesendur bíði spenntir eftir sögulokum.

INNskráning

Nýskráning