Trolls Cahtedral

Tröllakirkja með kápumynd Karólínu

Endurprentun af skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Tröllakirkju í enskri þýðingu David McDuff og Jill Burrows, er komin í verslanir en hún hefur verið uppseld í nokkurn tíma. Bókin kom upphaflega út á íslensku 1992 og var síðan gefin út á ensku af breskum útgefenda í tveimur prentunum en er löngu uppseld.

Endurprentunina prýðir glæsilegt málverk Karólínu Lárusdóttur.

Tröllakirkja er efnismikil og dramatísk skáldasaga þar sem spurt er um sektina og fyrirgefninguna, manninn og Guð. Margar ljóslifandi og eftirminnilegar persónur koma við sögu og frásögnin er víða lituð þeirri sérstæðu sagnagleði sem lesendur Ólafs Gunnarssonar þekkja en um leið er leikið á fleiri strengi; stíllinn er fjölbreytilegur, fáorður og knappur, en jafnframt litríkur og ljóðrænn.

Tröllakirkja var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hinna alþjóðlegu IMPAC verðlauna.

INNskráning

Nýskráning