Anton Helgi Jónsson

Spáný ljóðabók Antons Helga

Tvífari gerir sig heimakominn er spaný ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.

Fyrr á árinu hlaut Anton Helgi Ljóðstaf Jóns úr Vör í annað sinn. Verðlaunaljóðið og annað ljóð sem komst í úrslit keppninnar er að finna í Tvífari gerir sig heimakominn.

Árið 2010 gaf Anton Helgi út bókina Ljóð af ættarmóti og árið eftir kom Tannbursti skíðafélagsisn og fleiri ljóð. Sú bók inniheldur m.a. ljóðið sem hann hlaut ljóðstafinn fyrir árið 2009. Árið 2012 sendi Anton Helgi frá sér bókina Hálfgerðir englar og allur fjandinn sem inniheldur limrur.

INNskráning

Nýskráning