Tilefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilkynnt var um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær. Í flokki skáldverka voru tilnefndar bækurnar Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju, Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson og Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson. Frá forlaginu Bjarti var tilnefnd skáldsaga Bergsveins Birgissonar Svar við Bréfi Helgu.

Í flokki fræðirita voru tilnefndar bækurnar  Gunnar Thoroddsen – Ævisaga eftir Guðna Th. Jóhannesson og Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar eftir Sigrúnu Pálsdóttur, auk bókanna Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods, Sveppabókarinnar og Sögu hjúkrunar á Íslandi á 20. öld.

Einnig voru tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna tilkynntar í gær en þær hlutu Erlingur E. Halldórsson fyrir Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante Alighieri, Þórarinn Eldjárn fyrir Lé konung eftir William Shakespeare, Atli Magnússon fyrir Silas Marner eftir George Eliot, Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell Espmark og Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers.

Verðlaun þessi verða afhent á nýju ári.





INNskráning

Nýskráning