Eleanor Oliphant lifir einföldu lífi: Hún fer í vinnuna, alltaf eins klædd, borðar alltaf sama hádegismatinn, kaupir tvær vodkaflöskur fyrir hverja helgi og drekkur þær. Samstarfsfólkið telur hana stórskrítna en það er allt í himnalagi hjá henni, hún er ánægð með lífið og saknar einskis. Eða alls.
Eitthvað hefur komið fyrir hana, eitthvað sem skýrir hegðun hennar, örin í andliti hennar, múrana sem hún hefur reist í kringum sig. En hvað er það? Og svo gerist atvik sem brýtur upp hversdagsleikann, neyðir hana til að horfast í augu við allt sem hún hefur afneitað – og færir henni ný tengsl við lífið.
Gail Honeyman er skoskur rithöfundur sem stundaði háskólanám í Glasgow og Oxford. Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant er fyrsta skáldsaga hennar og var tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna og seld til fjölmargra landa áður en hún kom út. Ólöf Pétursdóttir þýddi.
Árni Þór –
„Grípandi frumraun … yndisleg saga sem mun vekja hlátur lesenda og samhug með Eleanor …“
Bookpage
Árni Þór –
„… fyndin, heillandi og hlý saga um einstaka konu. Lesendur munu fylgjast spenntir með þegar Eleanor tekst á við skugga fortíðarinnar og stefnir á bjartari framtíð. Notaleg en laus við væmni.“
Booklist
Árni Þór –
„… sambland af skemmtisögu, tilfinningatrylli og ástarsögu … bráðfyndin, kaldhæðnisleg og ómótstæðileg.“
Kirkus Review
Árni Þór –
„… Eleanor hreiðrar strax um sig í hjarta lesandans; svo átakanlega einmana og tragísk en líka ansi skarpskyggn og hreinskiptin … hún bræðir alla með skarpri sýn á samferðamenn sína og kaldhæðnum húmor fyrir sjálfri sér.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið