Austfirðinga sögur: Íslenzk fornrit XI

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1992 397 5.690 kr.
spinner

Austfirðinga sögur: Íslenzk fornrit XI

5.690 kr.

Austfirðinga sögur: Íslenzk fornrit XI
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1992 397 5.690 kr.
spinner

Um bókina

Þorsteins saga hvíta hefst á landnámsöld, en er seint rituð, gerð til fyllingar framan við Vopnfirðinga sögu. Meginefnið eru kvonarmál Þorsteins fagra, löguð eftir Bjarnar sögu Hítdælakappa og Gunnlaugs sögu ormstungu.

Vopnfirðinga saga er meðal snjallari Íslendingasagna, átakanleg harmsaga sem lýsir deilum og vígaferlum náinna mága, frænda og fóstra: Brodd-Helga á Hofi og Geitis í Krossavík og síðan sonanna Bjarna á Hofi og Þorkels Geitissonar. En hún er jafnframt dæmisaga um umburðarlyndi og manngæsku sem sigrar að sögulokum.

Þorsteins þáttur stangarhöggs er ein hinna skáldlegu fornu smásagna, byggð á lýsingu Vopnfirðinga sögu af höfðingjanum Bjarna Brodd-Helgasyni. Þorsteinn stangarhögg vegur tvo heimamenn Bjarna til hefnda fyrir áreitni. Bjarni skorar Þorstein til einvígis, og þegar hann hefur sannprófað ágæti unga mannsins gefur hann honum upp sakir og ræður hann í þjónustu sína.

Hrafnkels saga Freysgoða er frægust allra Austfirðinga sagna. Þetta er djúpsæ sálarlífssaga um garpinn sem vinnur þungbæran eið og fellur á ofdrambi sínu, stillist síðan af biturri reynslu og gerist „gæfur og hægur“, en hefnir sín þó þegar færi gefst svo að fullt jafnvægi kemur fram að sögulokum. Um uppruna og eðli Hrafnkels sögu hafa verið skiptar skoðanir og afar líflegar umræður meðal fræðimanna.

Droplaugarsona saga mun vera elst hinna austfirsku sagna og líklega með hinum elstu Íslendingasögum, rituð á fyrra hluta 13. aldar. Frægur í annálum er bardaginn í Eyvindardal þegar Helgi Ásbjarnarson fellir nafna sinn Droplaugarson. Af hinum varðveitta texta sögunnar að dæma hefur höfundur hennar stuðst við fornar munnmælasagnir.

Í Austfirðinga sögum eru ýmsar fleiri sögur, styttri og lengri, sem nefndar skulu stuttlega:

Ölkofra þáttur er gamansöm ádeila á réttarfarið í landinu og fégræðgi höfðingja.

Brandkrossa þáttur er eins konar framhald Droplaugarsona sögu. Þátturinn er ritaður til að skýra nánar uppruna sögugarpanna.

Gunnars þáttur Þiðrandabana segir frá austmanni sem varð að bana Þiðranda Geitissyni úr Krossavík. Þorkell bróðir Þiðranda er til eftirmáls, en Þiðrandi er sendur vestur á land til Guðrúnar Ósvífursdóttur sem reynist honum vel og forðar honum utan. Í Laxdælu er endursagt niðurlag þáttarins sem þar er nefndur „Njarðvíkinga saga“.

Fljótsdæla saga er aðeins til í einu handriti sem framhald Hrafnkels sögu. Hún er skáldsaga með sögulegu ívafi, samin til skemmtunar mönnum. Niðurlagið er glatað eða hefur aldrei verið samið; það hefur verið eða átt að vera uppskrift eða endursögn Droplaugarsona sögu. Fljótsdæla er vel sögð og rituð á hreinu og fögru máli.

Þorsteins saga Síðu-Hallssonar er merkileg fyrir þá sök að þar er sagt frá þátttöku Þorsteins í Brjánsbardaga (orrustunni við Clontarf hjá Dyflinni 1014), sem einnig er lýst í Njálu, og er talið að báðar sögurnar styðjist við glatað rit.

Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar segir frá því er Gilli, írskur þræll Þorsteins, drap hann um nótt til hefnda fyrir það að Þorsteinn hafði látið gelda hann.

Þorsteins þáttur Austfirðings segir frá Íslendingi er sýnir heimóttarskap við hirð Noregskonungs, en drýgir þó afrek og verður um síðir nýtur maður heima á Íslandi.

Þorsteins þáttur sögufróða gerist við hirð Haralds harðráða og geymir frægan vitnisburð um sagnaskemmtun Íslendinga.

Gull-Ásu-Þórðar þáttur, kenndur við íslenskt skáld sem fékk konu í Noregi, fjallar að öðru leyti um átök norskra höfðingja innbyrðis og við konunginn, Eystein Magnússon. Þátturinn er vel byggður og geymir hnyttileg tilsvör og fágæt spakmæli.

Jón Jóhannesson gaf út með inngangi og skýringum.

Tengdar bækur

2.990 kr.4.290 kr.
4.190 kr.
Placeholder
3.390 kr.
3.290 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
2.490 kr.
2.690 kr.
4.390 kr.
3.190 kr.
2.090 kr.
kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning