Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í Aþenu. Hver veit hvað annars hefði gerst. Nokkrum vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna. Þar stóðum við ungir og gamlir, dauðhræddir, meðan illræmdur foringi þeirra gekk hægt á milli okkar, horfði rannsakandi augum á hvern og einn, þar til hann að lokum valdi nokkra úr hópnum og tók með sér. Lík þeirra fundust aldrei. Þetta var árið 1946, einhvern tíma um vorið. Möndlutrén blómstruðu í löngum röðum og dalurinn skartaði sínu fegursta.
Þannig hefst þessi uppvaxtarsaga grísk-sænska rithöfundarins sem hefur víða slegið í gegn með einstökum stíl og heillandi efnistökum. Á íslensku hafa fyrri bækur hans Nýtt land utan við gluggann minn og Mæður og synir hlotið einróma lof og sú síðarnefnda var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Hallur Páll Jónsson íslenskaði.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar