Þú ert hér://Brúður

Brúður

Höfundur: Sigurbjörg Þrastardóttir

Sérkennileg og heillandi bók um brúðkaup. Alls konar fólk ratar upp að altarinu og reynir að leika hlutverk sitt af kostgæfni en ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er. Þessi bók er skyldueign einhleypra, kaldhæðinna, hamingjusamlega giftra og, jú, rómantíkera.

Sigurbjörg Þrastardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skáldskap sinn og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir síðustu bók sína, Blysfarir.

Bjargey Ólafsdóttir myndskreytti.

Verð 2.325 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda712010 Verð 2.325 kr.
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: /

7 umsagnir um Brúður


 1. „Brúður er bæði frumleg og skemmtileg ljóðabók og hún er líka eiguleg í fallegu broti. Hún er uppáhaldsbrúðargjöfin næstu árin. Teikningar Bjargeyjar Ólafsdóttur eru táknrænar og gefa heildarmynd bókarinnar aukna vídd.“
  Steinunn Inga Óttarsdóttir / Morgunblaðið

 2. „Sigurbjörg Þrastardóttir hefur aldrei gert betur … ástarljóðabók á röngunni …“
  Eiríkur Örn Norðdahl / Spássían

 3. „Sigurbjörg leikur sér af mikilli lipurð með myndmál, orð og rím og oft skjótast inn óvæntar líkingar sem setja ljóðið í splunkunýtt samhengi.“
  Vilborg Dagbjartsdóttir / Viðskiptablaðið

 4. „… Vel smíðuð og marglaga ljóð.“
  Magnús Örn Sigurðsson / Skorningar, RÚV

 5. „Það er merkilega hógvær stemning í þessum ljóðum, þrátt fyrir að þau fjalli um þennan hápunkt í lífi konunnar (og jafnvel mannsins). Það þýðir þó ekki að ljóðin séu máttlaus eða linkuleg á neinn hátt, þvert á móti þá er heimur brúðanna ákaflega heillandi og ánægjulega ófyrirsjáanlegur. Myndir Bjargeyjar Ólafsdóttur eiga svo sinn þátt í því að gefa bókinni heildstætt yfirbragð.“
  Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

 6. „Skemmtileg bók.“
  Linda Blöndal / Síðdegisútvarpið

 7. „Sigurbjörg er glögg, fyndin og kaldhæðin en umfram allt lúmskt rómantísk. Sum ljóðanna eru afskaplega fögur og mynda ógleymanlegar líkingar við það tómarúm í sálinni sem við leitumst við að fylla með pompi og prakt … það er nærri því ómögulegt að mæta í brúðkaup án þess að skella ekki upp úr eftir lestur þessarar bókar.“
  Kristjana Guðbrandsdóttir / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund