Davíðsstjörnur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 535 |
|
||
Rafbók | 2015 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 535 |
|
||
Rafbók | 2015 | 490 kr. |
Um bókina
Í ísraelskri þjóðsögu segir frá Pappírsstráknum sem rænir börnum að næturlagi.
Þegar kennari í Stokkhólmi er drepinn og tveir ísraelskir drengir í borginni hverfa sama dag kemst sagan á kreik.
Fredrika Bergman og Alex Recht leita morðingjans en hin dularfulla Eden Lundell, yfirmaður hryðjuverkasviðs lögreglunnar, blandast í rannsóknina. Svo virðist sem Pappírsstrákurinn sé víðar á ferli. Er lausnina að finna í Ísrael?
Kristina Ohlsson er stjórnmálafræðingur og öryggisráðgjafi. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Sænsku glæpasagnaverðlaunanna fyrir bækur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.
Davíðsstjörnur er fimmta bókin sem kemur út á íslensku.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
* * * 1/2
„Davíðsstjörnur er prýðileg glæpasaga um hrottalega hefnd … höfundi tekst að viðhalda spennu allt til loka bókar … viðburðarík, margar persónur koma við sögu og höfundur heldur ágætlega um hina mörgu þræði sem tengjast í lokin á dramatískan hátt.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / DV
„… gríðarlega spennandi og vel skrifaður reyfari sem lesandinn gleypir í sig á methraða …“
Maríanna Clara Lúthersdóttir /
„Besta glæpasaga ársins“
Sydsvenskan
„Hún er meistari í snjöllum og óvæntum sögufléttum … tekst að halda manni spenntum í gegnum 500 síður …“
Aftonbladet
„Taugatrekkjandi og hrikalega nærgöngul …“
Barometern
„Spennan er slík að maður nagar neglurnar …“
Hemmets Veckotidning
? ? ? ?
SG / MBL (um Paradísarfórn)