1794
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 1.490 kr. | |||
Kilja | 2021 | 502 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 1.490 kr. | |||
Kilja | 2021 | 502 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Á köldum janúardegi árið 1794 situr ungur aðalsmaður á sjúkrahúsi í útjaðri Stokkhólms og reynir að raða saman slitróttum minningum. Hann er sakaður um skelfilegan glæp en sjálfur man hann ekkert hvað gerðist.
Mickel Cardell, vaktarinn einhenti, fær óvænta heimsókn þegar fátæk sveitakona leitar til hans með einkennilegt erindi. Hún er sannfærð um að dóttir hennar hafi verið myrt á hrottalegan hátt á brúðkaupsnóttina en kemur alls staðar að lokuðum dyrum. Cardell er hennar síðasta von um að draga sannleikann fram í dagsljósið.
Cardell fær sérkennilegan náunga til liðs við sig og þeir komast fljótt að því að ekkert er eins og það sýnist. Þeir sogast inn í myrkan heim þar sem illmenni svífast einskis til að ná fram markmiðum sínum og mannslíf eru ekki túskildings virði.
1794 er önnur bókin í þríleik sænska rithöfundarins Niklas Natt och Dag en fyrsta bók hans, 1793, sló rækilega í gegn þegar hún kom út og var útgáfurétturinn seldur til 35 landa. Niklas Natt och Dag hlaut heiðursverðlaun Stokkhólms árið 2020 fyrir 1793 og 1794. Hilmar Hilmarsson þýddi en hann fékk Ísnálina, verðlaun fyrir best þýddu glæpasöguna, fyrir þýðingu sína á 1793.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 9 mínútur að lengd. Kolbeinn Arnbjörnsson les.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar