Þú ert hér://1793

1793

Höfundar: Niklas Natt och Dag, Hilmar Hilmarsson þýddi

Á myrkri haustnótt árið 1793 dregur vaktarinn Mickel Cardell karlmannslík upp úr forarpolli í Stokkhólmi. Það er skelfilega leikið – hvorki með hendur né fætur en gróið fyrir stúfana. Einhver hefur haldið manninum föngnum og aflimað hann smátt og smátt.

Cardell og berklaveiki lögfræðingurinn Cecil Winge hefja leit að hinum seka og komast brátt að því að undirferli, mannvonsku og kvalalosta er ekki aðeins að finna í aumustu hreysum borgarinnar heldur einnig á bak við glæstar framhliðar stórhýsanna. En tíminn er naumur …

Saman við þetta fléttast nöturleg frásögn ungs spjátrungs á hraðri leið til glötunar og saklausrar stúlku sem örlögin hafa hrakið út á ystu nöf.

1793 er fyrsta skáldsaga Niklas Natt och Dag, sem er af ævafornri sænskri aðalsætt, og hlaut hún verðlaun Sænsku glæpasagnasamtakanna sem besta frumraunin 2017. Útgáfuréttur að bókinni hefur verið seldur til yfir þrjátíu landa.

Hilmar Hilmarsson þýddi.

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 448 2019 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2019 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

8 umsagnir um 1793

 1. gudnord

  „Þetta hlýtur að teljast ein besta spennusaga sem ég hef lesið á þessu ári. […] Allir þeir, hvort sem þeir hafa áhuga á glæpasögum eða ekki, eiga að lesa þessa bók. Hún er bæði góð skáldsaga og spennandi, vel skrifuð og raunsæ. Ég bíð spennt eftir fleiri bókum frá Niklas Natt och Dag, það er alveg á hreinu.“
  Erna Agnes / Lestrarklefinn.is

 2. Arnar

  „Spennandi og áhugaverð söguleg glæpasaga sem hittir sannarlega í mark.“

  Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið

 3. Arnar

  „Þetta er bók sem maður vill helst klára í striklotu og stelst til að vaka lengur en skynsamlegt er. Fín sumarlesning fyrir reyfaralesendur.“
  Stefán Pálsson

 4. Arnar

  „Besti sögulegi krimminn frá því að Í nafni rósarinnar eftir Umberto Eco kom út.“
  Jyllands-Posten

 5. Elín Pálsdóttir


  Adresseavisen, Noregi

 6. Elín Pálsdóttir

  „Án nokkurs vafa besta glæpasaga sem ég hef lesið á þessu ári.“
  Dagbladet, Noregi

 7. Elín Pálsdóttir


  „Bókmenntalegt afrek … snjöll og spennandi saga sem þú átt eftir að muna lengi.“
  Verdens gang, Noregi

 8. Elín Pálsdóttir

  „Harðsoðinn tryllir sem sökkvir lesandanum djúpt í sögu Svíþjóðar.“
  Humo, Belgíu

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *