Höfundur: Jo Nesbø

Skelfileg skepna úr geimnum hefur komið sér fyrir á jörðinni, nánar tiltekið í Noregi, og heimsendir er í nánd. Ef þú vilt njóta síðustu daganna í ró og spekt þá ættir þú kannski að leggja þessa bók frá þér. En ef þú veðjar á hinn fífldjarfa Búa og hugrökku Lísu og hræðist ekki sjöfættar perúskar kóngulær, illmenni með gyllinæð og keðjureykjandi kónga – þá skaltu byrja strax að lesa Doktor Proktor og heimsendir. Kannski.

Glæpasagnahöfundurinn Jo Nesbø fer á kostum (og handahlaupum) í þriðju bókinni um brjálaða prófessorinn Doktor Proktor og unga vini hans. Frábær skemmtun fyrir krakka sem gera miklar kröfur til ímyndunaraflsins.

Jón St. Kristjánsson þýddi.