Þú ert hér://Löggan: Harry Hole #10

Löggan: Harry Hole #10

Höfundur: Jo Nesbo

Á sjúkrahúsi í Osló liggur maður í dái undir strangri lögregluvernd. Enginn veit hvort hann muni komast til meðvitundar en hann býr yfir hættulegri vitneskju og sumir vilja ekki að hann vakni.

Lögreglumaður er myrtur á hryllilegan hátt á vettvangi morðs sem hann hefur tekið þátt í að rannsaka. Nokkrum mánuðum síðar endurtekur sagan sig – og svo enn einu sinni. Einhver virðist vera í hefndarhug. Rannsóknarlögreglan er ráðþrota og Harrys Hole er sárt saknað …

Bækurnar um Harry Hole eftir Jo Nesbø hafa komið út í fjölda landa og farið sigurför um heiminn. Bjarni Gunnarsson þýddi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 583 2017 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

8 umsagnir um Löggan: Harry Hole #10

 1. Árni Þór


  „Jo Nesbø kann sitt fag, þegar kemur að glæpasögum … Enn einn tryllirinn frá Nesbø.“
  Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

 2. Árni Þór

  „Glæsilega gert … útilokað að þú verðir fyrir vonbrigðum …“
  Dagbladet

 3. Árni Þór

  „Nesbø tekst alltaf að koma á óvart … hann leikur sér með marga söguþræði í senn og notar frábærar sjónhverfingar til að flétta þá saman smátt og smátt um leið og hann nostrar við persónur sínar, bæði hetjur og skúrka.“
  Boston Globe

 4. Árni Þór

  „Meistarahandbragð sem vekur aðdáun.“
  Dagens Nyheter

 5. Árni Þór

  „Hrollurinn er áþreifanlegur í þessum æsispennandi trylli. “
  New York Times

 6. Árni Þór


  „Besta bókin í flokknum … Þetta er ekki bara snjöll glæpasaga, hún er líka fullkomlega uppbyggð …“
  Verdens Gang

 7. Árni Þór

  „Löggan er verulega vel skrifuð, margslungin bók sem fléttu sem teygir anga sína í margar áttir. Hún er óvænt, spennandi og ófyrirsjáanleg. Þeir sem hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri Harry Hole-bók verða sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hana.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 8. Árni Þór

  „Löggan er um margt ein sú besta í flokknum … Kraftmikill textinn, fjörlegur stíllinn og hæfilega óheflaðar lýsingar krydda söguna … Löggan er fyrsta flokks spennusaga og ein af betri bókum síðari ára. Nesbø fer hreint á kostum og hefur aldrei verið betri. Harry Hole eins og hann gerist bestur.“
  Björgvin G. Sigurðsson / Suðri

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *