Höfundur: Anne B. Ragde

Árið er 1965. Í A-stigaganginum í nýju blokkinni eru átta íbúðir, tvær á hverri hæð. Á daginn eru konurnar heima í þeim öllum nema á fjórðu til hægri, þar býr ekkjumaður með dóttur sinni. Á daginn fara allir heimilisfeðurnir til vinnu nema sá á annarri sem á ensku konuna, hann vinnur oft heima þó að henni sé ekkert vel við það. Allir heimilisfeðurnir hugsa löngunarfullt til fallegu ungu frúarinnar á fjórðu til vinstri – það er sagt að hún geri föstudagshreingerninguna nakin ...

Lífið gengur sinn vanagang þangað til ungur maður ber upp á í öllum íbúðunum og býðst til að setja gægjugöt á útihurðirnar.

Anne B. Ragde, höfundur Berlínaraspanna og fleiri hörkuvinsælla bóka, skapar hér heillandi mynd af tímaskeiði sem er svo nálægt okkur en þó einkennilega framandi – um leið og hún kynnir okkur fyrir ógleymanlegum persónum á sinn einstaka hátt.

Halla Sverrisdóttir þýddi.

***1/2
„Þetta er bók sem nær manni strax, hún er fljótlesin og í lokin vill maður framhald því það er erfitt að fá ekki að vita meira um fólkið í stigaganginum.“

Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

„Persónurnar verða þrívíðar og litríkar, ekta manneskjur sem lifna við ...“
Dagsavisen

„... bók sem maður æðir í gegnum í einum rykk og les svo aftur.“
Upsala Nya Tidning