Elspa – saga konu

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 399 4.890 kr.
spinner

Elspa – saga konu

4.890 kr.

elspa saga konu
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 399 4.890 kr.
spinner

Um bókina

Hér rekur Elspa Sigríður Salberg Olsen harmsögulega ævi sína og upprisu til nýs lífs á síðustu árum. Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld, fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun.

Margvíslegar raunir og mótlæti sem Elspa hefur mætt á lífsleiðinni, eins og að missa nokkrar dætur sínar, róstusöm hjónabönd og fátæktarbasl, hefur svo sannarlega reynt á. Erfiðustu glímuna háði hún samt við sig sjálfa, en hún sat í gæsluvarðhaldi eftir átök við fyrrverandi eiginmann auk þess að leggjast inn á geðdeild oftar en einu sinni. Styrkur Elspu og staðfesta hafa þó alltaf fleytt henni í gegnum boðaföllin.

Elspa – saga konu er skráð af Guðrúnu Frímannsdóttur félags­ráðgjafa, sem kom að málum Elspu og dætra hennar á sínum tíma með dramatískum hætti. Upp frá því þróaðist með þeim náinn vinskapur sem skilar sér nú í þessari mögnuðu frásögn þar sem Elspa gerir upp líf sitt af fádæma hreinskilni.

Sláandi saga Elspu á tvímælalaust erindi inn í nútímann og þá mikilvægu umræðu sem á sér stað um arf félagslegra aðstæðna og áfalla milli kynslóða.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Elspa – saga konu”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning