Englar Hammúrabís er æsispennandi saga um hefnd, stríð, alþjóðlega glæpastarfsemi – og ást.
Starfsmaður finnska sendiráðsins í Zagreb hverfur í kjölfar hótana. Daniel Kuisma og Annika Lehto eru send á vettvang til að grafast fyrir um afdrif landa síns. Þau finna ýmsa þræði sem virðast liggja aftur í tímann, inn í hrylling Balkanstríðsins þegar Daniel var í friðargæsluliðinu í Króatíu . . . Hvað gerðist raunverulega fyrir tuttugu árum, hverjir eru Englar Hammúrabís – og hver vill þá feiga?
Finninn Max Seeck hefur starfað að markaðsmálum en jafnframt sökkt sér af ástríðu ofan í norræna glæpasagnahefð. Englar Hammúrabís, sem er fyrsta bók hans, vakti mikla athygli í heimalandinu og hlaut Finnsku glæpasagnaverðlaunin.
Sigurður Karlsson þýddi.
Eldar –
„Drungi og dulúð (…) fléttan er úthugsuð og vel unnin.“
Steingerður Steinarsdóttir / Mannlíf
Eldar –
„Hlutirnir gerast hratt, þræðirnir liggja víða og ekki má á milli sjá hverjir hafa betur í baráttu góðs og ills.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið
Elín Pálsdóttir –
„Ný stjarna í hópi spennusagnahöfunda … bókin grípur mann samstundis.“
Iltalehti
Elín Pálsdóttir –
„Sagan er snilldarlega byggð og steypir lesandanum beint inn í skuggaveröld þar sem ekkert er eins og það sýnist.“
eurodrama.wordpress.com
Elín Pálsdóttir –
„Englar Hammúrabís hefur vakið mikla athygli – og á hana skilið … Einstaklega fáguð frumraun: spennan vex jafnt og þétt, uppbyggingin er snjöll og sagan kemur á óvart allt til loka.“
Úr umsögn dómnefndar finnsku glæpasagnaverðlaunanna