Englasmiðurinn: Fjällbacka-serían #8
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 472 |
|
||
Geisladiskur | 2012 | Mp3 | 2.390 kr. |
Englasmiðurinn: Fjällbacka-serían #8
999 kr. – 2.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 472 |
|
||
Geisladiskur | 2012 | Mp3 | 2.390 kr. |
Um bókina
Skömmin étur sálina.
Á Hvaley, fyrir utan Fjällbacka, hverfur fjölskylda sporlaust um páskana 1974. Í matsal skólahússins, þar sem fjölskyldan býr, koma menn að dúkuðu veisluborði. Þar er líka yngsta dóttirin, hin ársgamla Ebba, en af öðrum fjölskyldumeðlimum finnst hvorki tangur né tetur þrátt fyrir umfangsmikla leit. Hefur fjölskyldan orðið fórnarlamb glæps eða eru allir horfnir sjálfviljugir á braut?
Löngu síðar snýr Ebba aftur á eyjuna. Hún og Mårten maður hennar hafa misst þriggja ára son sinn og til þess að reyna að yfirvinna sorgina hafa þau ákveðið að gera húsið upp að nýju og opna þar gistiheimili.
Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka í yfir sextíu löndum.
Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2012.
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.