Fjall í fangið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 240 | 7.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 240 | 7.690 kr. |
Um bókina
Þann 20. desember 1974 féllu á byggð í Neskaupstað einhver mestu snjóflóð sem fallið hafa á byggð í Evrópu. Bæjarstjórinn, Logi Kristjánsson, ungur verkfræðingur, fékk það risavaxna hlutverk í fangið að stýra neyðaraðgerðum, ásamt björgunarstarfi og síðan uppbyggingu samfélagsins. Atvinnufyrirtæki bæjarins voru í rúst, 12 manns létu lífið. Íbúðarhús eyðilögðust, gatnakerfið var stórskemmt, vatns- og holræsakerfi einnig, ásamt fjarskiptum og rafmagni. Óhemju olíumengun ógnaði lífkerfinu og skapaði mikla erfiðleika við björgun og hreinsun. Aðflutningsleiðir voru lokaðar nema sjóleiðin.
Endurreisa þurfti atvinnufyrirtækin og samfélagið upp aftur og trú bæjarbúa á framtíð andspænis náttúruvá. Þessi mikli harmleikur markaði líf Norðfirðinga og lifir enn í huga fjölda þeirra og annarra, 50 árum síðar.
Fjall í fangið er einstök frásögn stjórnanda sveitarfélags andspænis meiri háttar náttúruhamförum og afleiðingum, einstakri uppbyggingu og frumkvæði í baráttu fyrir snjóflóðavörnum. Skráð af konu hans, Ólöfu, sem einnig gefur innsýn í hlutverk eiginkonu, móður og þátttakanda í samfélaginu á þessum átakaárum í fyrrum höfuðvígi róttækra vinstri manna á Íslandi.
Hver var leyndardómurinn á bak við glæsilegan árangur af uppbyggingunni og hvað gerði meirihlutanum sem ríkti í 52 ár samfellt, mögulegt að halda velli?
Umsagnir
Engar umsagnir komnar