Gauragangur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 260 2.190 kr.
Geisladiskur 2014 Mp3 2.190 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2018 App 1.490 kr. Setja í körfu

Gauragangur

1.490 kr.2.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 260 2.190 kr.
Geisladiskur 2014 Mp3 2.190 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2018 App 1.490 kr. Setja í körfu

Um bókina

Ormur Óðinsson er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er að sjálfsögðu snillingur og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást – allt blandast þetta saman og flækist hvað fyrir öðru í tvísýnu spili um hug hans og hjarta.

Gauragangur er drepfyndin og háalvarleg þroskasaga einnar skemmtilegustu andhetju Íslands, saga sem á erindi til allra sem nenna að hugsa, hlæja, reiðast fíflast, kyssast … og allt það.

Bókin kom fyrst út árið 1988 og naut þá strax mikillar hylli. Sagan hefur þegar verið þýdd á þrjú önnur tungumál. Sjálfstætt framhald sögunnar, Meiri gauragangur, kom síðan út árið 1991. Samnefnt leikrit Ólafs Hauks hefur verið sett á svið við miklar vinsældir.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 10 klukkustundir að lengd. Ingvar E. Sigurðsson leikari les.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning