Geymdur og gleymdur orðaforði er viðamikið uppsláttarrit um íslensk orð og merkingu þeirra að fornu og nýju.

Orðin sem fjallað er um eiga það sameiginlegt að koma fyrir í íslenskum fornritum, en afdrif þeirra í aldanna rás eru misjöfn. Sum eru enn notuð í svipaðri merkingu og fyrr á tíð. Önnur hafa breyst og enn önnur týnst – og sum eru enn á allra vörum en merkja annað en til forna.

Efnisorð bókarinnar eru á sjöunda hundrað talsins. Hverju orði fylgja ítarleg dæmi og skýringar. Greint er frá tíðni orðsins í fornritum, sem og í ritmáli síðari alda hafi það varðveist, og breytingar á merkingu og notkun eru vandlega skýrðar ef um þær er að ræða.

Sölvi Sveinsson hefur áður sent frá sér geysivinsælar bækur um íslenskt mál og málsögu, kennslubækur og fleiri rit.