Opnun
opið opinn faðmur.
Kossar
á kinn kaldir
að utan.
Inn sigla kafbátarnir
þröngir.
Sjónpípa rís
auga strýkur
veggi, leitar í
í rými. Munnar
hvísla:
Snertir þú mig?