Kurteisleg kvæði og dýrlegar diktanir: Bókmenntagreinar og handritamenning á sautjándu öld

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2025 500 7.190 kr.
spinner

Kurteisleg kvæði og dýrlegar diktanir: Bókmenntagreinar og handritamenning á sautjándu öld

7.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2025 500 7.190 kr.
spinner

Um bókina

Í íslenskum handritum frá síðari öldum má finna texta af ýmsu tagi sem fólk skrifaði upp, las og hlustaði á sér til yndis, fróðleiks, uppbyggingar og dægrastyttingar. Textarnir eru varðveittur í handritasöfnum jafn innanlands sem erlendis en stór hluti þeirra hefur ekki verið gefinn út á prenti og er því óaðgengilegur þorra manna. Bókmenntirnar eru að mestu leyti afurð lærdóms og klassískra mennta sem bárust til landsins með fornmenntastefnunni en áhrif frá ritum lútherskra guðfræðinga, einkum þýskra og danskra, eru einnig áberandi í bókmenntunum.

Hér er prentað úrval fræðigreina sem Þórunn Sigurðardóttir hefur birt í tímaritum og bókum á undanförnum árum sem sýna þetta glöggt. Áhersla er lögð á félgslegt umhverfi skálda og viðtakenda bókmenntanna, tilurð þeirra, dreifingu og varðveislu, og samspil tetxa og umhverfis eða samhengi textans við það samfélag sem hann er sprottinn úr. Sýnt er fram á að í bókmenntunum er hægt að fá vísbendingar um daglegt líf og tilfinningar, bæði skálda og samtímamanna þeirra, jafnt úr veraldlegum sem trúarlegum textum. Með sumum greinunum fylgja útgáfur á áður óbirtu efni. Greinunum er skipt í fimm kafla eftir meginviðfangsefni: Menntun og bókmenning; Handritamenning; Höfundareignun; Konur í bókmenntum síðari alda; Bókmenntagreinar á sautjándu öld.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Kurteisleg kvæði og dýrlegar diktanir: Bókmenntagreinar og handritamenning á sautjándu öld”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

3.790 kr.
890 kr.
3.890 kr.4.190 kr.
990 kr.1.990 kr.
ugl490
3.890 kr.
3.090 kr.
3.190 kr.

INNskráning

Nýskráning