Höfundur: Bjarni F. Einarsson

Í þessari bók fjallar Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur um landnám Íslands, forsendur þess og aðdraganda.

Í brennidepli er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997–2011, en þar voru rannsakaðar minjar um bæ og blót. Sögusviðið nær langt út fyrir landsteinana, allt frá Nýfundnalandi í vestri að Bulgar í Austri, frá Afríku í suðri og Svalbarða í norðri.

Í bókinni birtast á fjórða hundrað ljósmyndir, teikningar, uppdrættir og kort sem tengjast rannsóknunum.