Ólafía Arndís er byrjuð að blogga. Þar segir hún frá öllu því ótrúlega sem á daga hennar drífur, furðulega fólkinu sem verður á vegi hennar (þó að hún móðgi kannski suma) og síðast en ekki síst alls konar einkennilegum lífsreglum sem erfitt getur reynst að lifa eftir.

Lífsreglur Ólafíu Arndísar er sprenghlægileg saga um ólátabelginn sem lesendur þekkja úr Flateyjarbréfunum, Dagbók Ólafíu Arndísar og Reisubók Ólafíu Arndísar, en fyrir fyrstu bókina hlaut Kristjana Friðbjörnsdóttir Barnabókaverðlaunmenntaráðs Reykjavíkur.

Margrét E. Laxness myndskreytti.

****
Aðdáendur Ólafíu Arndísar verða ekki sviknir af þessari bók. Persónusköpunin er stórskemmtileg sem fyrr, sagan vel uppbyggð og vel skrifuð og textinn flæðandi og fræðandi.
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið