Taugatrekkjandi sálfræðitryllir um réttlæti, hefnd og fyrirgefningu; saga sem grípur lesandann frá fyrstu málsgrein.
Heloise Kaldan upplifir martröð blaðamannsins: Heimildirnar sem hún hafði fyrir stóra skúbbinu sínu reynast falsaðar og allt er í uppnámi – í vinnunni jafnt sem einkalífinu. Og einmitt þá taka henni að berast bréf frá Önnu Kiel, sem er eftirlýst fyrir morð á ungum lögfræðingi. Heloise fer að grafast fyrir um málið – og þá er framið annað morð. Er Anna Kiel aftur komin á kreik eða eru morðingjarnir tveir? Hvernig tengjast málin Heloise – og er líf hennar sjálfrar í hættu?
Líkblómið er fyrsta bók Anne Mette Hancock, sagnfræðings og blaðamanns, og hefur hlotið mjög góðar viðtökur.
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
Elín Pálsdóttir –
„Snjöll glæpasaga eftir kláran höfund.“
Boginspiration.dk
Elín Pálsdóttir –
„Ótrúlega spennandi og frábær frumraun. Ég hlakka til að lesa næstu bók.“
Litteratursiden.dk
Elín Pálsdóttir –
„Höfundur sem hefur tök á söguþræði, spennu og tungumáli.“
Berlingske
Elín Pálsdóttir –
„… eins og ferskur vindblær í glæpasagnaheiminum.“
Jyllands-Posten