Ljósagangur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 200 |
|
||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 200 |
|
||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Um bókina
Á göngubrúnni yfir Hringbraut heyrist æ oftar undarlegur niður. Er þetta hönnunargalli? Eða er þetta niður aldanna? Í kjölfarið skjóta upp kollinum dularfull fyrirbæri sem virðast í engu samræmi við lögmál eðlisfræðinnar. Vísindamenn standa á gati. Hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu. Ljóðabækur yfirtaka metsölulistana. Kettir hverfa. Ljósagangur leikur um loftin. Og ástin blómstrar hjá ungu pari í Hlíðunum.
Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Þetta er vísindaskáldsaga, fantasía, spennusaga en umfram allt: ljóðræn og tregafull ástarsaga full af fegurð og frumleika.
Ljósagangur er þriðja skáldsaga Dags Hjartarsonar sem hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og lof lesenda og gagnrýnenda fyrir persónulegan og leifrandi stíl.
4 umsagnir um Ljósagangur
embla –
„Höfundur nær á einstakan hátt að skapa verk sveipað eiginleikum ljóðs og skáldsögu. Í reykvískum veruleika fléttast lögmál eðlisfræðinnar og ástarinnar saman á óvenjulegan hátt þar sem lesandinn hittir fyrir ólíklegar hetjur og skúrka. Spennan rís taktfast með framvindu sögunnar og heldur lesandanum hugföngnum og fullum eftirvæntingar. Sagan er frumleg, spennandi og í takt við stílbrögð ljóðlistarinnar skilur hún eftir rými til hugleiðinga.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Áhugaverð saga sem leynir á sér og reynist þaulhugsuð. Höfundurinn blandar ástarsögu og vísindaskáldskap saman á skemmtilegan hátt og opnar glugga skáldsögunnar til þess að hleypa inn ljóðlist.“
Kristján Jóhann Jónsson / Fréttablaðið
embla –
„Ljósagangur er í senn furðuleg og falleg bók, vel skrifuð, húmorísk og snjöll.“
Snædís Björnsdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Skemmtileg, ljóðræn og falleg.“
Gísli Marteinn Baldursson