Lygatréð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 528 |
|
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 528 |
|
Um bókina
Uppeldi Faith er strangt og þrúgandi en ekkert fær bælt þekkingarþrá hennar eða einstaka hæfileika til að komast að leyndarmálum. En þegar mikilsmetinn faðir hennar fellur skyndilega í ónáð stendur Faith frammi fyrir ráðgátu sem kann að vera jafnvel henni ofviða.
Faith finnur dagbók föður síns sem er full af staðhæfingum manns á barmi sturlunar. Bókin greinir frá furðutré sem er þeirri náttúru gætt að ef því er sögð lygi, afhjúpar það sannleik á móti; því meiri sem lygin er, því stórbrotnari er sannleikurinn sem tréð leiðir í ljós. Leit Faith að lygatrénu leiðir hana í mikinn háska – því þar sem blekkingin laðar, þar er sannleikurinn sárastur.
„Lygatréð er fimm stjörnu bók – svo spennandi að hvorki ungmenni né foreldrar þeirra eiga eftir að geta lagt hana frá sér. Faith er ekki stelpa sem lætur fjölskylduna eða samfélagið kúga sig eða stöðva í leitinni að sannleikanum.“
— Dagný Kristjánsdóttir