Flestir snillingar mannkynssögunnar hafa misskildir. Í raun hefur enginn kunnað að meta þá fyrr en þeir eru löngu dauðir. Það segir pabbi að minnsta kosti. Ég held að ég sé einn af þeim.

Mói hrekkjusvín er misskilinn snillingur. Stundum bjargar hann lífi fólks hinu megin á hnettinum en samt fara allir á taugum þegar hann skrúfar í sundur raftæki eða hristir nokkra gosflöskur. Byssu-Jói, risavaxinn leynikúreki og verndari Móa, er aldrei langt undan, nagar puntstrá, tyggur tóbak og segir: „Ó boj, MÓI!“

Misskilinn snillingur geymir hrekkjusvínslegar sögur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og töffaralegar teikningar eftir Lindu Ólafsdóttur.