Á fjórtándu öldinni mátti þjóðin kenna á óblíðri náttúru og ógurlegri eldgosum en dunið höfðu yfir síðan land byggðist. Samt reis íslensk menning sjaldan hærra. Hér er að finna líflega samantekt á átakamiklum atburðum í sögu þjóðarinnar þar sem margir eftirminnilegir menn marka spor og forvitnilegir lífshættir eru rifjaðir upp. Þetta nýja bindi í þessum sígilda bókaflokki er bráðskemmtilegt og fróðlegt fyrir fólk á tuggustu og fyrstu öldinni, prýtt fjölda litmynda frá sögutíma.