Árstíðir koma og fara
meðan fólk leitar að vormerkjum og haustlitum.
Víða hefur kvarnast úr sparistelli
og margt sem ætlað var til bráðabirgða
er orðið að föstum punktum í tilverunni.

 

Óvissustig er fjórða ljóðabók höfundar sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sitt fyrsta verk og hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.