Ráð handa kvíðnum krökkum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 314 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 314 | 3.390 kr. |
Um bókina
Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða
Flest börn hafa einhvern tíma verið myrkfælin, mörg börn óttast að skrímsli leynist undir rúminu þeirra – en sum börn, eða um tíunda hvert barn, eru haldin meiri kvíða en almennt gildir, sem getur haldið aftur af þeim og valdið því að þau njóti ekki bernsku sinnar sem skyldi.
Bók þessi gefur ýmsar hagnýtar og gagnreyndar leiðir til kvíðastjórnar. Foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi barna læra hér hvernig má hjálpa börnum við að ná tökum á áhyggjum og ótta og stuðla þannig að bættri líðan þeirra. Bókin, sem hlaut viðurkenningu félags um hugræna atferlismeðferð í Bandaríkjunum (ACBT) í flokki sjálfshjálparbóka, fjallar meðal annars um:
- Hvernig kenna má börnum að „hugsa eins og spæjarar“ svo að þau geti borið kennsl á óraunhæfar áhyggjur.
- Hvernig best er að bregðast við þegar börn verða hrædd.
- Hvernig fá má börn smátt og smátt og varfærnislega til að takast á við kvíðavalda sína.
- Hvernig hjálpa má börnum við að tileinka sér mikilvæga félagsfærni.
Útgáfa bókarinnar var fjármögnuð með styrkjum frá velferðarráðuneytinu og Öryrkjabandalagi Íslands.
Íslensk þýðing: Örnólfur Thorlacius sálfræðingur og Sigrún Gunnarsdóttir.