Refurinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 284 |
|
||
Kilja | 2018 | 284 | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 1.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 284 |
|
||
Kilja | 2018 | 284 | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 1.590 kr. |
Um bókina
Hún sá ekkert nema hvítt fjúk koma æðandi úr sortanum og augnablik hvarflaði að henni að gefast upp, fara út í storminn og láta snjóinn breiða hvíta sæng sína yfir sig. Líða inn í meðvitundarleysi áður en þau næðu henni.
Guðgeir starfar tímabundið sem öryggisvörður á Höfn í Hornafirði á meðan hann jafnar sig á áföllum í starfi og einkalífi. Líf hans hefur tekið algjörum stakkaskiptum á stuttum tíma. Áður var hann hamingjusamlega giftur fjölskyldufaðir og farsæll yfirmaður í rannsóknarlögreglunni en nú reynir hann að láta dagana líða hjá og láta lítið á sér bera.
Forvitni Guðgeirs er vakin og hann dregst inn í óvænta atburðarás þegar ung erlend kona hverfur sporlaust. Það er engu líkara en að hún hafi aldrei verið til. Inni í Lóni býr kona með fullorðnum syni sínum. Hvaða óhugnaður býr í einangruninni?
Refurinn er fjórða glæpasaga Sólveigar Pálsdóttur. Fyrri bækur hennar hafa fengið lofsamlega dóma og tvær þeirra hafa verið gefnar út í Þýskalandi.
Sólveig er fædd í Reykjavík 13. september 1959. Hún lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982, BA-prófi í almennri bókmenntafræði 1996 frá Háskóla Íslands og kennsluréttindanámi frá KHÍ 2003. Eftir útskrift frá LÍ lék Sólveig í nokkrum sýningum Þjóðleikhússins og með frjálsum leikhópum.
Einnig starfaði hún við útvarps-og sjónvarpsleik, vann við talsetningar og ýmis önnur leiklistartengd störf sem hún grípur enn í. Þá vann Sólveig lengi við dagskrárgerð í útvarpi og að ýmsum menningarmálum. Auk þess var hún framhaldsskólakennari í 17 ár.