Þú ert hér://Flekklaus

Flekklaus

Höfundur: Sólveig Pálsdóttir

Á miðjum níunda áratugnum ferst ung kona þegar eldur kemur upp í virðulegu fyrirtæki í Reykjavík. Vitni sér tvö ungmenni forða sér á hlaupum en málið er aldrei upplýst.

Áratugum síðar fer lögreglumaðurinn Guðgeir til Svíþjóðar sér til heilsubótar eftir erfið veikindi. Dvöl hans í sveitasælunni í Smálöndum á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Hvaða tengsl hefur sænskur gestgjafi hans við þetta gamla íslenska sakamál?

Flekklaus
er þriðja bók Sólveigar Pálsdóttur sem hefur áður sent frá sér Leikarann, sem kom út árið 2012, og Hina réttlátu sem kom út árið 2013. Bækurnar hafa fengið lofsamlega dóma og verið gefnar út í Þýskalandi.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 223 2015 Verð 3.390 kr.
Rafbók - 2015 Verð 990 kr.
Hljóðbók Mp3 2015 Verð 3.390 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

5 umsagnir um Flekklaus

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Ný stjarna á himni íslenskra glæpasagna.“
  Taschenbuch-Magazin

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… spennandi, læsileg og vel skrifuð bók með flottri fléttu.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Sagan er haganlega smíðuð, glæpamálið úr fortíðinni fléttast vel inn í frásögnina úr nútíðinni og hvörfin í seinni hlutanum koma gjörsamlega á óvart … innsýn í líf og forsögu löggunnar Guðgeirs gerir hana áhugaverða og heldur lesandanum við efnið.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Sólveig Pálsdóttir er hugmyndarík, persónur hennar eru velskapaðar og það eru margir góðir punktar í glæpasögu hennar Flekklaus.“
  Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Sólveigu tekst vel upp í því að byggja upp þéttan vef lyga, sorgar og myrkraverka og í bókinni er hvergi dauðan punkt að finna … eftirminnilegt andrúmsloft … Ekki síst eru það kvenpersónurnar sem eru vel gerðar.“
  Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund