Höfundur: Ellert Grétarsson

Reykjanesskaginn býr yfir stórfenglegri náttúru sem er engri annarri lík!

Í þessari einstaklega fallegu bók gefur að líta úrval ljósmynda sem Ellert Grétarsson hefur tekið í ótal gönguferðum víðsvegar um skagann á undanförnum tólf árum. Áhrifaríkar myndir Ellerts sýna okkur undursamlega töfraveröld.

Auk myndanna er í bókinni að finna ýmsan fróðleik um það sem fyrir augu ber – Það er óhætt að segja að þessi einstaka og vandaða bók Ellerts sýni Reykjanesskagann í nýju ljósi.