Sjortarar er æsandi bók eftir Tracy Cox, einn þekktasta kynlífssérfræðing heims. Tracy hefur skrifað fjölda bóka um kynlíf og sambönd sem selst hafa í meira en milljón eintökum. Hún er menntuð í sálfræði og hefur verið ráðgjafi hjá ýmsum fjölmiðlum í meira en áratug og stjórnað ótal sjónvarpsþáttum í Bretlandi sem sýndir hafa verið í mörgum öðrum löndum. Áður hafa komið út eftir hana á íslensku Súpersex og Súperflört og nú bætist við glæný bók, Sjortarar – kynlíf fyrir önnum kafið fólk.

Er kynlífið dauflegt? Hafið þið varla tíma til að kyssast, hvað þá að hafa langar, heitar og örvandi samfarir? Í bókinni Sjortarar eru fjölmargar stórskemmtilegar og safaríkar kynlífshugmyndir og frábærar aðferðir til að örva kynhvötina svo um munar.

„Framsetning Cox er hrífandi ... hún er laus við tepruskap og gefur gagnleg ráð eins og læknir án hvíta sloppsins.“
The Observer