Þú ert hér://Það sem dvelur í þögninni

Það sem dvelur í þögninni

Höfundur: Ásta Kristrún Ragnarsdóttir

Í þessari ættarskáldsögu sækir Ásta Kristrún í sagnabrunninn sem hún er alin upp við til að varpa ljósi á magnað lífshlaup formæðra sinna.

Sögusviðið er vítt og breitt um landið – meðal annars á Grenjaðarstað í Aðaldal, Hólmum í Reyðarfirði, Bessastöðum, Arnarfirði, Eyrarbakka og Reykjavík auk þess sem siglt er út fyrir landsteinana.

Fólkið sem fjallað er um var virkt í stjórnmála- og menningarsögu 19. aldarinnar og fram á þá tuttugustu. En í ástar- og hugsjónabaráttu stígur lífið einatt flókinn dans. Dramatískar sögur dvelja margar í þögninni, því sársaukinn sem mörgum þeirra fylgir hefur verið of erfiður til að horfast í augu við.

Með bók sinni leggur höfundur sitt af mörkum til að draga sögu ættliðanna úr þagnarhyl aldanna.
Að auki inniheldur bókin fjölda vandaðra mynda af fólki og sögusviðum.

Verð 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 302 2017 Verð 2.990 kr.
Rafbók - 2018 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

Eftir sama höfund