Tommi og Anna trúa varla sínum eigin augum þegar þau sjá Línu langsokk þramma heim að Sjónarhóli í fyrsta sinn. Þau héldu að litlar stelpur gætu ekki haldið á alvöru hestum – en Lína getur það, enda sterkasta stelpa í heimi. Apinn hennar heitir herra Níels og það er víst ábyggilegt að hann kann fleiri mannasiði en Lína sjálf. Og nú hefst sko fjörið!

Íslenskir lesendur á öllum aldri fagna enn á ný þessari ómótstæðilegustu persónu barnabókmenntanna, stelpunni sem allt getur og engum hlýðir.