Þögli fuglinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 540 | 3.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 540 | 3.590 kr. |
Um bókina
Þegar brot úr mannabeini finnst í fuglshreiðri í Grums verður uppi fótur og fit. Yfir þrjátíu ár eru liðin frá því Brodin-tvíburarnir hurfu með dularfullum hætti af leikvelli í bænum og gru
nsemdir vakna um að beinið tilheyrði öðrum hvorum þeirra. Spurningin er bara: Hvers vegna fannst það núna?
Í götunni þar sem tvíburarnir áttu heima byrja íbúarnir á ný að velta fyrir sér örlögum drengjanna. Og þegar maður snýr aftur á heimaslóðir eftir áralanga fjarveru grípur ótti um sig í hverfinu. Eitthvað vofir yfir.
John Adderley, lögreglumaður í Karlstad og fyrrum fulltrúi hjá FBI, fær þetta gamla mál inn á borð sitt þegar rannsókn þess er endurvakin. Á sama tíma tekst hann á við þá áskorun að sinna níu ára gamalli bróðurdóttur sinni.
ÞÖGLI FUGLINN er þriðja bókin um John Adderley, hörkuspennandi glæpasaga sem lesandinn leggur ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Fyrsta bókin í flokkunum, AÐ LEIKSLOKUM, var tilnefnd til Storytel-verðlaunanna á Íslandi 2023.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar