Þú ert hér://Þitt annað líf hefst þegar þú uppgötvar að þú átt bara eitt

Þitt annað líf hefst þegar þú uppgötvar að þú átt bara eitt

Höfundar: Raphaëlle Giordano, Ólöf Pétursdóttir þýddi

Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast.

En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Eftir nokkurt hik ákveður Camille að grípa þetta óvænta tækifæri — en hvert skyldi það leiða hana? Alla leið til stjarnanna?

Þitt annað líf hefst þegar þú uppgötvar að þú átt bara eitt er sannkölluð sjálfshjálparbók fyrir alla sem finnst lífið ekki eins skemmtilegt og það ætti að vera — og vilja finna leið til að láta draumana rætast. Gamansöm og óvenjuleg saga sem vísar veginn til lífsgleðinnar!

Raphaëlle Giordano hefur áður skrifað bækur um sjálfsrækt en þetta er fyrsta skáldsaga hennar.

Ólöf Pétursdóttir þýddi.

Frá 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 233 2018 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

1 umsögn um Þitt annað líf hefst þegar þú uppgötvar að þú átt bara eitt

  1. Elín Pálsdóttir

    „Bók sem maður les í einni lotu, því allar líkjumst við Camille að einhverju leyti og allar vildum við gjarnan feta í fótspor hennar. Hvað ef við myndum nú slá til …?“
    Femme Actuelle

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *