TMM 4. hefti 2020

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2020 144 2.490 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2020

2.490 kr.

TMM 4. hefti 2020
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2020 144 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Óvænt áhersla heftisins að þessu sinni á tilfinningar og minningar rímar óneitanlega við ástandið í samfélaginu.

Í spjalli við Leif Reynisson rifjar Halldóra Thoroddsen, sem varð bráðkvödd í sumar, upp uppvöxt sinn í Reykjavík og Berglind Rós Magnusdóttir ræðir tilfinningar í nafni Hins íslenzka ástarrannsóknarfélags.

Dagný Kristjansdóttir rýnir í fimm nýlegar bækur um ofbeldi gegn ungum stúlkum út frá nýjustu kenningum um uppgjör vid slík áföll og Gunnar Már Hauksson veltir fyrir sér konunum í lífi Jóhanns Jónssonar skálds sem Halldór Laxness líkti vid sjö plágur Egyptalands.

Þá kynnir Anna Gyða Sigurgísladóttir lesendur fyrir Koddabók japönsku skáldkonunnar Sei Shonagon sem á sitthvað sameiginlegt med tístum og ímyndarsköpun a samfélagsmiðlum samtimans.

Hugvekjuhöfundur ársins, Sverrir Norland, kveður með gagnlegu – en vonandi ekki úreltu – ráði til systkina sinna á ritvellinum og tökkum vid honum fyrir frjóar og skemmtilegar hugleiðingar á árinu.

Ritstjórar eru Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning