Þú ert hér://Tungutak – Málsaga

Tungutak – Málsaga

Höfundar: Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir

Í Tungutak – Málsaga handa framhaldsskólum er fjallað um hugsanlegt upphaf tungumálsins, uppruni ritmálsins er skoðaður, íslensk málsaga reifuð og fjallað um helstu breytingar sem orðið hafa á íslenskri tungu í aldanna rás. Einnig er hugað að framtíðarhorfum íslenskunnar.

Höfundar Tungutaksbókanna, þær Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir, eru allar kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík. Hugleikur Dagsson myndskreytti bækurnar og gerði kápumyndirnar.

Kennsluleiðbeiningar og lausnir má finna á kennarasíðu Forlagsins. Aðgangur að því er bundinn við lykilorð sem fæst með því að senda póst á netfangið forlagid@forlagid.is.

Verð 3.390 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda - 2007 Verð 3.390 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /