Í Tungutak – Ritun handa framhaldsskólum er fjallað um byggingu og skipulag ritsmíða, mismunandi gerðir þeirra, meðferð og notkun heimilda og gerð heimildaritgerða. Einnig eru þar tekin fyrir helstu bókmenntahugtök og þau tengd ritun.

Höfundar Tungutaksbókanna, þær Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir, eru kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og hafa unnið að bókunum undanfarin ár. Hugleikur Dagsson myndskreytti bækurnar og gerði kápumyndirnar.

Kennsluleiðbeiningar og lausnir má finna á kennarasvæði Forlagsins.  Aðgangur að því er bundinn við lykilorð sem fæst með því að senda póst á netfangið forlagid@forlagid.is.