Þú ert hér://Um harðstjórn – tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni

Um harðstjórn – tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni

Höfundar: Timothy Snyder, Guðmundur Andri Thorsson þýddi

Hnitmiðuð og tímabær úttekt á stöðu heimsmála; sjálfshjálparbók fyrir lýðræðið.

Saga Evrópu á síðustu öld segir okkur að þjóðfélög geta molnað, lýðræði getur brugðist, siðareglur geta brotnað og venjulegt fólk getur framið skelfileg grimmdarverk. En þegar grunnþáttum þjóðfélagsins er ógnað eigum við þess kost að læra af sögunni og berjast gegn framgangi harðstjórnar.

Timothy Snyder er prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla og hefur sérhæft sig í sögu Mið- og Austur-Evrópu og Helfararinnar. Hann hefur skrifað tímamótabækur um Evrópusögu tuttugustu aldar. Hann stundaði nám í sagnfræði og stjórnmálafræði við Brown-háskóla og í Oxford og lauk doktorsprófi í samtímasögu 1997. Hann hefur skrifað bækur um sögu Mið- og Austur-Evrópu, sem hlotið hafa ýmsar viðurkenningar. Þar má nefna tímamótaverkið Bloodlands: Europe between Hitler and Stalin, sem þykir gefa skýra heildarmynd af þeirri vargöld sem geisaði í Evrópu um miðbik síðustu aldar. Hún hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og hlaut meðal annars hin virtu Hannah Arendt-verðlaun.

Timothy Snyder var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017 og hélt þá fyrirlestur fyrir troðfullum sal í Norræna húsinu. Við sama tækifæri var hann í Kiljunni hjá Agli Helgasyni í viðtali sem vakti mikla athygli.

Guðmundur Andri Thorsson þýddi.

Frá 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 156 2018 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

7 umsagnir um Um harðstjórn – tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni

 1. Arnar

  „Erfitt er að ímynda sér að einhvern dreymi um að feta í spor Stalíns eða Hitlers. Fái viðhorfið sem kynnt er í bókinni notið sín má verjast að draumurinn verði að martröð milljóna.“

  Björn Bjarnason, Morgunblaðið

 2. Elín Pálsdóttir

  „Ef fleiri hlýða hvatningu Snyders um að lesa dagblöð, forðast að falla fyrir uppspunnum „hneykslismálum“ á internetinu, mynda vináttubönd þvert á landamæri og hafa siðareglur í huga, þá verður heimurinn sannarlega betri.“
  The Times

 3. Elín Pálsdóttir

  „Upplýsandi og ásækin … minnisstætt verk sem byggt er á söguþekkingu en er gegnsýrt af brýnum og aðkallandi spurningum um nútímann.“
  The Washington Post

 4. Elín Pálsdóttir

  „… stutt áminning um allt það mikilvægasta sem við gætum lært af sögu síðustu aldar og allt sem við virðumst hafa gleymt.“
  The Observer

 5. Elín Pálsdóttir

  „Besti leiðarvísirinn um hvernig á að bregðast við Trump … “
  New Statesman

 6. Elín Pálsdóttir

  „… leiðsögn um hvernig komast megi gegnum pólitísk gerningaveður samtímans án þess að réttindi okkar og frelsi skerðist … Um harðstjórn er lítil og aðgengileg bók sem á að lesa hratt, melta hægt og miðla öðrum.“
  Prospect

 7. Elín Pálsdóttir

  „Við stefnum hraðbyri í átt að fasisma. Þessi bandaríski rithöfundur lætur okkur ekki komast upp með neina sjálfsblekkingu.“
  Svetlana Alexievich, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 2015

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *