Þú ert hér://Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Vissirðu að landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus heimsótti Snæfellsnes áður en hann sigldi til Ameríku? Hafðirðu hugmynd um að alvöru geimfarar æfðu sig í hrauninu við Mývatn fyrir fyrstu tungllendinguna? Og vissirðu að það er til fjall sem heitir Baula?

Ævar vísindamaður sló í gegn með spennandi vísindaþáttum fyrir börn og unglinga. Hér setur hann Ísland undir stækkunarglerið, ferðast hringinn í kringum landið og rannsakar allt sem fyrir augu ber. Í bókinni eru tilraunir sem þú getur gert heima hjá þér eða á ferðalögum – og líka tilraunir sem gera sig sjálfar og eru tilbúnar þegar þú kemur heim úr fríinu!

Skrítin, skemmtileg og forvitnileg bók sem er ómissandi fyrir ferðalanga – hvort sem þeir ferðast með bíl, bát, á hjóli eða bara í huganum.

Verð 2.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 285 2014 Verð 2.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /

4 umsagnir um Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Ævar vísindamaður sannar enn og aftur að hann er frumlegur, fræðandi og skemmtilegur félagi barna. Hann grefur upp stórskemmtilegar staðreyndir og sögur sem eiga eftir að skemmta öllum í fjölskyldunni, hvort sem er á ferðalagi eða ekki. Ég gat ekki hætt að lesa og hló mörgum sinnum bæði inni í mér og upphátt! Bókin er falleg og auðveld aflestrar og hún er gjörsamlega troðfull af jákvæðni og skemmtun …“
  Felix Bergsson, fjölmiðlamaður

 2. Bjarni Guðmarsson

  „… nauðsynleg fyrir unga ferðamenn að hafa í aftursætinu á ferðalagi um landið. Bókin er stútfull af fróðleik um landið okkar og hún hvetur lesandann til að leita að hinum ýmsu kennileitum á ferð sinni. Ævar vísindamaður skrifar á skoplegan hátt um m.a. landafræði, sögu, Íslendingasögur, þjóðsögur, menningu og vísindi … Sumar tilraunirnar eru svo áhugaverðar að lesendur munu varla geta staðið á sér að prófa!“
  Katrín Lilja Sigurðardóttir (Sprengju-Kata), efnafræðingur

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Ævar vísindamaður er frábær ferðafélagi … Ég hlakka til að ferðast með honum umhverfis landið í 30 tilraunum …“
  Brynhildur Björnsdóttir/Leynifélaginu á Rás 1

 4. Bjarni Guðmarsson


  „… stútfull af fróðleik og mjög vel upp sett svo fróðleikurinn mikli verður ekki íþyngjandi. Textinn er vel skrifaður og bókin aðgengileg á allan hátt. Ég hlakka til að fara í næsta ferðalag til að geta frætt litla, og stóra, ferðalanga um landið með Ævari vísindamanni.“
  Ingveldur Geirsdóttir/Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *