Höfundur: Ingibjörg Haraldsdóttir

Ingibjörg er öllu bókmenntafólki að góðu kunn fyrir ljóð sín og rómaðar þýðingar úr rússnesku og spænsku. Í Veruleika draumanna segir hún frá uppvexti sínum á Íslandi, mótunarárum á umbrotatímum í tveimur heimsálfum, samferðafólki og sögulegum atburðum, og síðast en ekki síst má hér lesa sköpunarsögu skálds frá fyrstu yrkingum til útgefinnar bókar.